14.05.1925
Efri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í D-deild Alþingistíðinda. (3168)

128. mál, seðlaútgáfa og önnur bankalöggjöf

Sigurður Eggerz:

Jeg sje enga ástæðu til þess að fara inn á bankamálið, sem var rætt svo rækilega þegar frv. um seðlaútgáfuna var hjer á ferðinni. Jeg get verið sammála hæstv. fjrh. (JÞ) um það, að fyrst og fremst þurfi að athuga fyrirkomulag seðlaútgáfunnar og fyrirkomulag veðlána, en jeg get ekki skilið, að hæstv. stjórn hafi neitt á móti því, að sú nefnd, sem skipuð verður til að athuga þetta, athugi hitt atriðið, bankalöggjöfina, líka. Jeg fyrir mitt leyti legg áherslu á það líka, að þessi nefnd ljúki störfum sínum svo fljótt, að stjórnin geti athugað till. hennar fyrir næsta þing.