12.05.1925
Sameinað þing: 6. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í D-deild Alþingistíðinda. (3200)

131. mál, steinolíuverslunin

Forseti (JóhJóh):

Mjer hefir borist ósk frá 9 þingmönnum, svolátandi:

„Undirritaðir óska, að umræðum verði slitið, þegar þeir hafa talað, er þegar hafa kvatt sjer hljóðs“.

Alþingi, 12. maí 1925.

H. Steinsson. Þórarinn Jónsson.

Einar Árnason. Ingvar Pálmason.

Eggert Pálsson. Björn Kristjánsson.

Aug. Flygenring. Guðm. Ólafsson.

Pjetur Ottesen.“

Mun jeg bera þessa ósk undir atkv. þingsins.