21.04.1925
Efri deild: 57. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í D-deild Alþingistíðinda. (3354)

101. mál, sveitarstjórnar, bæjarstjórnar- og fátækralöggjöf

Guðmundur Ólafsson:

Hv. þm. Vestm. (JJós) kvað óþarft að skipa nefnd og taldi það sama og óþarft embætti. Á því er þó sá mikli munur, að nefndir eru skipaðar til takmarkaðs tíma, en hv. þm. hefir fundist hann þurfa að afsaka sig gagnvart óþörfu embættunum. Það hefir enginn talið nefndina óþarfa, nema því að eins, að hæstv. stjórn gæti gert þetta svo að gagni kæmi, en nú er eftir að sjá, hvað stjórnin gerir í þessu efni.