21.04.1925
Efri deild: 57. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í D-deild Alþingistíðinda. (3355)

101. mál, sveitarstjórnar, bæjarstjórnar- og fátækralöggjöf

Ingvar Pálmason:

Jeg ætla ekki neitt að minnast á þau orð, er hæstv. atvrh. (MG) gerði mjer upp, en hitt er annað mál, að jeg gaf honum leiðbeiningar, en hann vill ekki taka þær til greina, vegna þess, að þær stríði á móti vilja þingsins, en þó hefir hann lýst yfir því, að hann sje mjer sammála í sumum atriðum. Þetta þykir mjer undarlegt, því að jeg hjelt, að þegar máli væri vísað til stjórnarinnar, þá mundi hún gera sitt besta og leggja til það eitt, er hún teldi rjett, en nú sýnist mjer eitthvað annað. Þó vona jeg, að hæstv. atvrh. geri þær umbætur á lögum þessum, sem þörf er á, enda þótt það verði að taka 1–2 þing.