24.02.1925
Efri deild: 13. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (336)

55. mál, nauðasamningar

Forsætisráðherra (JM):

Eins og háttv. þingdeildarmenn munu hafa veitt eftirtekt, voru bráðabirgðalög sett um þetta efni vegna þess að sparisjóður Eyrarbakka þurfti þess með. Menn munu geta skilið, að svona í byrjun framkvæmdar þessara laga gat vel farið svo, að sparisjóður Eyrarbakka, eins og þá var ástatt um hann, kæmist ekki inn undir þau lög, eða menn væru hræddir um það, að einhver vandkvæði mundu verða á því, að sparisjóður Eyrarbakka næði fullkomnum nauðasamningum, jafnvel þótt allir innstæðueigendur óskuðu þess. Jeg veit ekki, hvort þessi háttv. deild óskar þess, að þetta frv. fari til nefndar, en ef svo er, þá ætti það að vera hv. allshn.