08.05.1925
Neðri deild: 75. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 662 í D-deild Alþingistíðinda. (3365)

117. mál, brúargerð á Hvítá í Borgarfirði

Þórarinn Jónsson:

Hvað snertir frv. til fjárl. fyrir 1926, þá býst jeg ekki við, að það breytist neitt að ráði hjeðan í frá, og tala ekki heldur í því skyni. En mjer skildist á hæstv. atvrh. (MG), að hann væri þegar búinn að ráða við sig að leggja fje til brúar á Hvítá af fjárveitingunni 1926. En mjer finst miklu brýnni nauðsyn að brúa ámar fyrir norðan, sem jeg nefndi, þar sem þœr eru í póstleið. Þótt ekki væri nema þess vegna, þá væri skemtilegra að láta þær ganga fyrir. Jeg skýt þessu til hæstv. atvrh., að athuga þetta, þegar kemur til þess að ráðstafa fjenu fyrir 1926.