08.05.1925
Neðri deild: 75. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í D-deild Alþingistíðinda. (3367)

117. mál, brúargerð á Hvítá í Borgarfirði

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg skal aðeins út af orðum hv. þm. V.-Húnv. (ÞórJ) láta þess getið, að jeg hefi aldrei sagt neitt í þá átt, að jeg hafi ákvarðað að veita fje til brúargerðar á Hvítá af fjárveitingunni 1926. En hinsvegar bjóst jeg við, að fje þyrfti að veita til undirbúnings væntanlegu brúarsmíði á Hvítá, og ef til vill þyrfti vegamálastjóri að fara utan vegna þess. En vel má vera, að fje til þess verði veitt af öðrum liðum.