01.05.1925
Efri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í D-deild Alþingistíðinda. (3389)

121. mál, samgöngubætur milli Reykjavíkur og Suðurláglendisins

Forsætisráðherra (JM):

Jeg furða mig stórlega á því, að hv. 5. landsk. (JJ) skuli að nokkru beina til mín máli þessu, sem alls ekki snertir mitt embætti. Hæstv. atvrh. (MG) hefir svarað fyrir hönd ráðuneytisins, þar eð málið heyrir undir hann. Annars er inntak tillögunnar í frekasta lagi vanhugsað. Eftir því ætti hv. deild fyrst að samþykkja áskorunina, og svo ráðuneytið að gefa skýrslu. Nú er það auðsœtt, að eftir að tillagan er samþykt, er umræðum lokið og ekki tækifæri lengur til að svara. Skal jeg ekki um það ræða frekara, aðeins benda á þetta.