01.05.1925
Efri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 691 í D-deild Alþingistíðinda. (3395)

121. mál, samgöngubætur milli Reykjavíkur og Suðurláglendisins

Sigurður Eggerz:

Vegna þess, að jeg vissi ekki, að þetta mál mundi vera á dagskrá, hefi jeg ekki getað kynt mjer vatnalöggjöfina svo, að jeg geti sagt um, hvort hún heimilar stjórninni að veita sjerleyfi án samþykkis þingsins. En jeg vil enn leggja áherslu á það, að ef sjerleyfislöggjöfin verður ekki afgreidd frá þinginu, þá megi stjórnin ekki veita stærri sjerleyfi án þess að leita samþykkis þingsins. Að gera það teldi jeg mjög óhyggilegt af stjórninni, jafnvel þó einhverja heimild mætti finna fyrir því, þar sem hjer getur verið um svo stórvægilegt mál að ræða fyrir þjóðina.