17.04.1925
Neðri deild: 58. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í D-deild Alþingistíðinda. (3420)

53. mál, utanríkismál

Forsætisráðherra (JM):

Það er aðeins örstutt athugasemd út af þessu nafni, utanríkisráðherra. Þar er jeg ekki sammála hv. fyrirspyrjanda (BJ), að það sje okkur sjerstaklega nauðsynlegt. Enda tíðkast það ekki með öllum þjóðum. T. d. í Bandaríkjunum er það ekki talin þörf og ekki heldur á Spáni. Þetta er því ekki eins sjálfsagt og hv. fyrirspyrjandi lætur í veðri vaka.