08.05.1925
Efri deild: 71. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í D-deild Alþingistíðinda. (3446)

122. mál, útsalaá Spánarvínum í Vestmannaeyjum

Jónas Jónsson:

það, sem gaf mjer tilefni til að taka til máls, var sjerstakt atriði í ræðu hv. 1. landsk. (SE), er hann bar sig upp undan því, hversu vanþakklátt starf hann hefði haft með höndum. Hann hefði ávalt verið móti víninu sjálfur o. s. frv. En jeg vil þá minna hann á, að bæði hann sjálfur og aðrir fóru ekki þá eðlilegustu leið, sem til var, þ. e. að bera málið undir atkv. þjóðarinnar. Jeg hefi ávalt viljað, að sú leið hefði verið farin, og benti á hana 1923, en það kom fyrir ekki. Forustumenn landsins þorðu ekki þá að leggja málið undir dóm þjóðarinnar. En þegar menn þora ekki að leggja sinn málstað undir dómsúrskurð þjóðarinnar, verða menn að sætta sig við, þó að dómarnir verði misjafnir.