23.02.1925
Neðri deild: 14. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1165 í B-deild Alþingistíðinda. (396)

10. mál, lán úr Bjargráðasjóði

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg skal játa það, að jeg mundi ekki eftir því í svip, hvernig stjórn bjargráðasjóðsins er skipuð, og mun því ekki fylgja þessu fast eftir. En rjett er það þó engu að síður, að b.-liðurinn í frv. hefir algerlega verið á vegum Búnaðarfjelagsins, og hlýtur að verða það. Þótt skrifstofustjóri atvinnumálaráðuneytisins sje nú í stjórn Búnaðarfjelagsins, er ekki víst, að svo verði framvegis. Jeg get heldur ekki sjeð, að sjálfsagt sje, að Fiskifjelagið eigi þarna að jafnan hlut sem Búnaðarfjelag Íslands, því að langmestu leyti á að lána til þeirrar starfsemi, sem Búnaðarfjelagið á helst að annast.