09.03.1925
Neðri deild: 29. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1174 í B-deild Alþingistíðinda. (416)

86. mál, Landhelgissjóður

Bjarni Jónsson:

Það þýðir ekkert fyrir háttv. 2. þm. Reykv. (JBald) að vera að mótmæla samlíkingu minni, því að hún er rjett og liggur í augum uppi fyrir hverjum þeim, sem opin hefir augu sín. Getur hann því látið sjer nægja sigurinn með rakarabúðirnar áðan, því að þar reyndist hann mjer snjallari.