11.02.1925
Neðri deild: 4. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1205 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

13. mál, smjörlíki

Atvinnumálaráðherra (MG):

Í ástæðunum fyrir þessu litla frv. er gerð full grein fyrir rjettmæti þess, og þykir mjer því engin ástæða til að fara um það mörgum orðum. Frv. er borið fram til þess að bæta úr misrjetti, sem eigendur Áslækjarrjómabúsins í Hrunamannahreppi hafa orðið fyrir, og get jeg ekki ímyndað mjer, að hv. Alþingi hafi neitt á móti að bæta úr því.

Þótt frv. sje lítið, er þó líklega rjettast að setja það í nefnd, og ætti þá allsherjarnefnd að fá það til meðferðar. Geri jeg það því að till. minni, að því verði til hennar vísað, er þessari umr. lýkur.