16.03.1925
Efri deild: 31. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í B-deild Alþingistíðinda. (479)

13. mál, smjörlíki

Jónas Jónsson:

Á milli mín og hæstv. atvrh. er ekki mikill meiningamunur í aðalatriðinu, þar sem við erum báðir sammála um það, að girða beri fyrir það, að Áslækjarbúið bíði tjón. Mjer þykir ekki útsjeð um það, að háttv. þing vilji ekki gefa eftir skuldina, heldur en veita undanþágu, og fyrst hv. frsm. hefir tekið liðlega í málið, að fresta megi 3. umr., þá fell jeg frá ósk minni um að taka málið af dagskrá, en legg til, að 3. umr. verði frestað.