03.04.1925
Neðri deild: 50. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1255 í B-deild Alþingistíðinda. (511)

13. mál, smjörlíki

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það má segja um þetta, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Jeg hjelt ekki, að þetta litla frv. mundi vekja svona skarpar deilur milli hv. þm. Barð. (HK) og hv. þm. Mýra. (PÞ). Jeg veit ekki nema jeg ætti að bjóðast til að gerast sáttasemjari milli háttv. þm. (HK: Sælir eru þeir, sem friðinn semja). En mín aðstaða er óbreytt, þrátt fyrir andmæli einstakra þingmanna og Búnaðarfjelags Íslands. En út af því, seni hv. frsm. (HStef) sagði, vil jeg benda á það, að leyfið er hægt að taki aftur, ef brotið er á móti þeim skilyrðum, sem sett eru, og rjómabúið er ekki trygt, nema því að eins, að það haldi þessi skilyrði. En það skal jeg taka fram, að jeg finn ekki ástæðu til að setja skilyrði um sjerstakt eftirlit, vegna þess að mjer finst það útilokað, að bændur þar eystra fari að blanda útflutningssmjör sitt með smjörlíki. Annars sýnist mjer andstaða Búnaðarfjelagsins bygð á því, að það hefir leitað álits smjörlíkisgerðarmanna í Reykjavík. (PÞ: Vill ekki hv. þm. Barð. (HK) taka eftir því, sem hæstv. atvrh. (MG) segir? — HK: Vill ekki hv. þm. Mýra. (PÞ) muna, að það er hæstv. forseti (BSv), sem stjórnar hjer í deildinni en ekki hann? — Forseti BSv: Jeg hjelt, að kv. þm. mundu gefa hljóð á meðan sáttasemjarinn talar). En það er ekki það, sem hjer er um að ræða, hvort smjörlíkisgerðarmenn hjer í Reykjavík vilja hafa þessa smjörlíkisgerð þar eystra. Það er um það að ræða, hvort hjer sje nokkur hætta á ferðum fyrir smjörmarkaðinn, en um það geta smjörlíkisverksmiðjurnar hjer í Reykjavík ekki sagt frekar en við, og bak við þessa mótstöðu manna gegn frv. liggur ekkert annað en samkepni þeirra. Það er fyrir mínum augum algerlega titilokað, að bændur eystra fari að finna upp á að blanda smjör sitt. Vænti jeg, að ekki þurfi frekari umr. um þetta frv. og að það geti orðið samþykt á þessum degi. En jeg skal geta þess, í tilefni af brjefi Búnaðarfjelags Íslands, að það var rjett af þinginu að gefa ekki eftir þetta lán, því að verkfærin eru töluvert mikils virði, svo að eigendurnir hefðu stórgrætt á því, ef lánið hefði verið gefið eftir. Að öðru leyti sje jeg ekki ástæðu til að fjölyrða um málið, en sættirnar milli þessara tveggja hv. þm., sem jeg talaði um, ætla jeg að gera „privat“, en ekki hjer í heyranda hljóði.