23.02.1925
Neðri deild: 14. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1352 í B-deild Alþingistíðinda. (626)

25. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka

Frsm. (Klemens Jónsson):

Fyrir hönd fjhn. get jeg ekki sagt neitt um, hvernig hún muni taka í brtt. hv. 2. þm. Reykv. (JBald), því að hún hefir ekki átt kost á að sjá þær fyr en nú, og hefir því ekki getað tekið afstöðu til þeirra. Jeg held því, ef háttv. þm. er áhugamál að koma þeim að, að hyggilegast sje fyrir hann að fá málið tekið af dagskrá nú, svo nefndinni gefist kostur á að athuga brtt.; en eigi málið að hafa framgang nú, þá verð jeg að greiða atkvæði gegn þessum brtt.