13.03.1925
Efri deild: 29. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1371 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

25. mál, heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka

Jóhann Jósefsson:

Það varð að samkomulagi í fjhn., þegar þetta mál lá þar fyrir til meðferðar, með því að nefndarmenn greindi á um það, hve lengi þessi umrædda tollhækkun ætti að standa, að fallast á frv. eins og það kom frá hv. Nd. En síðan hefir komið brtt. frá hæstv. fjrh. (JÞ), á þskj. 170, þess efnis að framlengja gildi laganna enn um eitt ár, eða til ársloka 1927. Nefndin hefir ekki getað haft í heild sinni sjerstakan fund um brtt þessa. En jeg vil þó láta þess getið fyrir hönd mína og hv. 2. þm. G.-K, (BK), að við getum eftir atvikum fallist á hana.