16.04.1925
Neðri deild: 57. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1483 í B-deild Alþingistíðinda. (733)

12. mál, fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg verð áð segja, að mjer þykir hart, að hv. þm. Str. (TrÞ), sem verið hefir 2 ár í fjvn., skuli ekki enn hafa komið auga á ákvæði 26. gr. fjárlaganna og gert sjer grein fyrir, hvað það þýðir. Mjer þykir leitt að hafa verið svo óskýr um þetta, að einn þm. skilur ekki. Það, sem jeg hefi sagt, að vœri misbrúkun á þessu ákvæði, er að færa undir þessa grein útgjöld, sem stafa af löggjöf fyrri þinga en þess, sem setur fjárlögin. Mjer þykir leitt, ef þetta hefir verið skilið svo, að jeg vildi ekki að greinin væri notuð til þess, sem hún er œtluð til.

Jeg skal benda á, að jeg hafði búist við, að hv. þm. Str. (TrÞ) væri svo kunnugur þessu fjárlagafrv., að hann vissi, að þessi upphœð stendur þar í 16. gr. 20. lið: Til erindrekstrar í Miðjarðarhafslöndunum 10 þús. krónur. Jeg verð að segja, að þó að nota þyrfti lítið eitt meira eða minna en þessa áætlunarupphæð, þá veit jeg ekki til þess, að hv. þm. Str. (TtÞ) hafi orðið var þeirrar smámunasemi hjá mjer, að jeg mundi gera rekistefnu út úr því. Auðvitað er honum frjálst að koma með brtt., ef hann vill.