26.03.1925
Efri deild: 39. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1520 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

75. mál, dócentsembætti við heimspekideild

Frsm. meiri hl. (Sigurður Eggerz):

Um þetta mál hefir nú svo mikið verið rætt, að ekki ætti að vera þörf á öllu meiri umræðum um það. Jeg tek það aðeins fram, sem vikið er að í nál. á þskj. 208, að sjálfsagt er, að áhersla sje lögð á íslenskukenslu í háskólanum, en nú sem stendur er hún engin. Sú hlið háskólans ætti helst að geta haldið uppi vísindaframa hans og varðveitt álit háskóla vors utan lands og innan. Ennfremur má líta svo á, að dr. Alexander Jóhannesson hafi loforð fyrir þessari stöðu, og ætti þetta tvent að nægja til þess að frv. yrði samþykt.