10.02.1925
Neðri deild: 3. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1591 í B-deild Alþingistíðinda. (799)

115. mál, landsreikningar 1923

Fjármálaráðherra (JÞ). Þetta frv. er öldungis í sama formi og reikningslög þau, er áður hafa samþykt verið á Alþingi.

Landsreikningnum ásamt athugasemdum og spurningum yfirskoðunarmanna hans og svörum stjórnarinnar við þeim verður útbýtt meðal þingmanna næstu daga. Vísast því til hans um nánari sundurliðun tekna og gjalda.

Að svo mæltu finst mjer óþarfi að orðlengja frekar um þetta frv., en legg til, að því verði vísað til fjárhagsnefndar að þessari umr. lokinni.