17.02.1925
Neðri deild: 9. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1597 í B-deild Alþingistíðinda. (820)

29. mál, aðflutningsbann á áfengi

Forsætisráðherra (JM):

Jeg bjóst ekki við, að jeg þyrfti að gera grein fyrir þessu, og jeg er sannfærður um, að hv. þm. (MT) verður ekki í vandræðum, þegar hann á að dæma svona mál. Því það er svo þráfaldlega, eins og hann veit vel, að dómarinn verður að meta marga hluti, sem ómögulegt er að setja skýr ákvæði um, enda væri það ekki heppilegt, ef honum væri ekki ætlað eitthvert rúm, sem hann gæti hreyft sig innan. Jeg held satt að segja, að þetta verði ekki orðað nje ákveðið betur en gert er í frv., og að það nái þó tilgangi sínum. Mat dómarans í þessu efni verður ekki örðugra en í svo mörgum öðrum tilfellum.