17.02.1925
Neðri deild: 9. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1598 í B-deild Alþingistíðinda. (822)

29. mál, aðflutningsbann á áfengi

Jón Kjartansson:

Það er óþarft að deila við hv. þm. Str. (TrÞ). Hann ætti að skilja, að þetta stórmál hefir þurft lengri tíma til athugunar en önnur smámál, sem hann nefndi, þótt það væri í sinni röð tekið fyrir. Enda var og lögð áhersla á, að hinum málunum væri flýtt. En vilji hv. þm. (TrÞ) athuga málið, þá mun hann verða að játa að nefndinni kom síst til hugar að setjast á það, heldur vildi hún aðeins rannsaka það svo vel sem völ var á.