17.02.1925
Neðri deild: 9. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1599 í B-deild Alþingistíðinda. (823)

29. mál, aðflutningsbann á áfengi

Tryggvi Þórhallsson:

Hjer er ekki um stórmál nje smámál að ræða, heldur hitt, að hv. þm. V.-Sk. (JK) hefir áður lýst því yfir, að nefndin í fyrra hafi afgreitt málin í þeirri röð, er hún fjekk þau. Nú hefi jeg sannað með besta vitninu, sem til er, að þetta er ekki rjett. Nú vill hann skjóta sjer á bak við hjalið um stórmálin. Það er ekki til neins. Það er formlega sannað, að hv. þm. (JK) hefir leyft sjer að fara með algerlega rangt mál hjer í þingsalnum.