27.04.1925
Neðri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1663 í B-deild Alþingistíðinda. (875)

9. mál, vatnsorkusérleyfi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það hefir farið fram hjá hv. þm. Str., sem jeg gat um áðan, að meðan það er ekki ákveðið með lögum, að takmörkin sjeu við 25 þús. hestöfl, þá er ekki hægt að segja, að samþykki Alþingis þurfi að koma til þess að veita sjerleyfið. Og nú vil jeg spyrja, hvort hv. þm. Str. skilur ekki, hvað jeg meina með þessu.

Þó býst jeg við, að verði farið framar en að veita leyfi til að virkja 25 þús. hestöfl, þá verði það mál borið undir Alþingi.