27.04.1925
Neðri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1666 í B-deild Alþingistíðinda. (879)

9. mál, vatnsorkusérleyfi

Klemens Jónsson:

Samkv. 7. gr. frv. þarf samþykki Alþingis áður en sjerleyfi er veitt, ef virkjun fer fram úr 25 þús. hestöflum. En nú stendur í 36. gr., að útlendir menn, hjer búsettir, geti fengið sjerleyfi til þess að virkja fallvötn hjer, þannig, að farið sje eftir fyrirmælum III. kafla laganna, og í 2. málsgrein þessarar greinar segir, að sama gildi um hlutafjelög og önnur fjelög með takmarkaðri ábyrgð.

Jeg lít nú svo á, að slík fjelög, sem hjer um ræðir, hljóti að falla undir 36. gr. 2. málsgr. (Nú mundi stjórnin geta veitt slíku fjelagi, ef greinin stendur óhögguð, sjerleyfi til þess að virkja alt að 25 þús. hestöfl, en ef brtt. hv. 1. þm. S.-M. verður samþykt, fæ jeg ekki annað sjeð en að stjórnin yrði að bera málið undir Alþingi. Hygg jeg, að þessi skýring mín sje rjett og að hjer sje um stórkostlega breytingu að ræða.