27.04.1925
Neðri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1666 í B-deild Alþingistíðinda. (880)

9. mál, vatnsorkusérleyfi

Magnús Torfason:

Jeg þarf að svara hæstv. atvrh. (MG) nokkrum orðum.

Hann fór að áreita mig án tilefnis, og er það ekki í fyrsta sinn. Annars er það athugandi, að jeg hefi ekki abbast upp á hann á þessu þingi nema aðeins í einu einasta máli. Jeg hefi sýnt, að jeg þori vel að horfa framan í ráðherrana, og þá ekki síst hæstv. atvrh.

Hann dróttaði því að mjer, að jeg hefði verið með getsakir um það, að hann væri hræddur við þingið. Þetta sagði jeg aldrei; þvert á móti tók jeg beint fram, að hann mundi geta haft fullnægar ástæður.

Jeg skal svo taka undir það, sem hv. 3. þm. Reykv. (JakM) og hv. 2. þm. Rang. (KIJ) hafa sagt um 36. gr. Sambandið milli 27.–28. og 36. gr. mun athugað í allshn. til 3. umr.