29.04.1925
Neðri deild: 67. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1692 í B-deild Alþingistíðinda. (897)

9. mál, vatnsorkusérleyfi

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vil aðeins benda á það, hvað brtt. hv. 1. þm. S.-M. er framúrskarandi meinlaus, því alt, sem stendur í 1. málsgr. 2. gr. frv., hvort sem hún er samþykt óbreytt eða með brtt. hv. þm. (SvÓ), stendur í 49. gr. vatnalaganna. Þar, í 1. málsgrein, eru almenn ákvæði um heimild til þess að virkja fallvötn. Í 2. og 3. lið eru sett þau takmörk, að ekki megi virkja meira en 500 hestöfl, nema leyfi ráðherra komi til. í 49. gr. vatnalaganna eru þessir menn skilgreindir á sama hátt, að umráðamaður vatnsrjettinda sje eigandi jarðar þeirrar, er vatnsrjettindin fylgja. En í þessu liggur afneitun þess, að nokkur eigi sjálft vatn ið, sem heimilað er að virkja.