07.05.1925
Efri deild: 70. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1698 í B-deild Alþingistíðinda. (907)

9. mál, vatnsorkusérleyfi

Frsm. (Eggert Pálsson):

Jeg býst ekki við að hafa langa framsögu í þessu máli, því að nefndin er að mestu leyti sammála um það,

Um mál þetta hefir verið mikið rætt og ritað, og það svo mjög, að stjórninni hefir verið farið að ofbjóða prentunarkostnaðurinn, sem best má sjá af því, að frv. þetta hefir ekki verið prentað nú í heilu lagi, heldur vísað til frumvarpsins frá 1924.

Frv. þetta var fyrst lagt fyrir þingið 1923, og svo aftur 1924, og komst það þá til 2. umr. í þessari háttv. deild, en ekki lengra. En nú hefir stjórnin tekið tillit til þeirra breytinga, sem frv. fjekk þá hjer, og vísar til þess eins og það var eftir 2. umr. hjer í fyrra.

Nú hefir frv. þetta legið alllengi fyrir Nd. og gengið gegnum hana, en tekið nokkrum breytingum. Eru aðallega þrjár þeirra, sem nokkru máli skifta. Má þar fyrst til nefna breytinguna við 4. gr., tölulið 18., þar sem lagt er til, að í stað 500 hestafla, sem stjórninni er heimilt að veita undanþágu til að virkja samkvæmt frv., er fært upp í 1000 hestöfl. Ennfremur er sjerleyfistíminn, sem í frv. er ákveðinn 75 ár, færður niður í 50 ár.

Þá er við 12. gr. frv. lagt til, að hámark eðlishestaflatölu þeirrar, sem árgjald þarf ekki að greiða af, verði hækkað úr 200 upp í 500. Þetta eru stærstu breytingarnar, sem Nd. leggur til að gerðar verði á frumvarpinu.

Nú hefir allshn. þessarar deildar haft frv. til athugunar, og leggur meiri hl. hennar til, að það verði samþykt eins og það kom frá Nd.

Aftur hefir einn nefndarmanna gert ráð fyrir að koma með brtt. við 7. gr. frv. til 3. umr.

Um mál þetta hefi jeg svo ekki meira að segja og afhendi háttv. deild það til vanalegrar meðferðar.