03.03.1925
Efri deild: 21. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1749 í B-deild Alþingistíðinda. (962)

23. mál, atvinna við siglingar

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg geri það ekki að neinu kappsmáli, að fylt sje sú gloppa, er jeg talaði um, en betur kynni jeg við það. Finst mjer líka, að nefndin hafi bent á ráð til þess að fylla hana, með því að fyrirskipa, að stýrimenn skuli vera á þeim bátum, sem eru svo lengi úti, að vaktaskifti eru nauðsynleg. Jeg tel ekki, að meiri trygging sje fyrir því eftir en áður, að hægt sje að ala upp skipstjóra á þessa smábáta. Vil jeg því skjóta því til háttv. nefndar, úr því að hún kemur fram með brtt. hvort sem er, hvort hún vilji ekki koma fram með breytingar í þessa átt við 3. umr.