05.03.1925
Efri deild: 23. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1749 í B-deild Alþingistíðinda. (964)

23. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Nefndin hefir aftur athugað frv. og ekki sjeð ástæðu til þess að breyta 4. gr. neitt að þessu sinni. Á hinn bóginn leyfir nefndin sjer að koma fram með viðaukatillögu á þskj. 132, sem nauðsynleg er, en hefir fallið úr í nál. við 2. umr.

Jeg leyfi mjer að vænta þess, að hv. deild samþykki frv. með viðaukatill.