11.05.1925
Efri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1767 í B-deild Alþingistíðinda. (986)

23. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Eins og sjútvn. þessarar hv. deildar hafði gengið frá frv. þessu, var ástæða til að ætla, að það næði fram að ganga í hv. Nd. En þeir hv. þm., sem sjútvn. í Ed. hafði átt tal við um þetta mál og látið höfðu líklega um fylgi sitt, lögðu á móti málinu, er til Nd. kom. Var því margt felt þar úr frv., sem sett hafði verið inn hjer, meðfram fyrir tilmæli sjávarútvegsnefndarmanna úr hv. Nd. Sjútvn. hjer hefir þó ekki á móti því, að frv. nái fram að ganga eins og það er nú, þar eð þau ákvæði, er það inniheldur, miða talsvert til bóta, og varla von hjeðan af, að samkomulag náist um annað, og leggur nefndin því til, að hv. deild samþykki frv.