26.03.1926
Efri deild: 38. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1419 í B-deild Alþingistíðinda. (1005)

55. mál, framlag til kæliskápakaupa o. fl.

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg neita því ekki, að jeg kunni að hafa móttekið þetta brjef, sem hv. 3. landsk. er að minnast á. En jeg man ekki í svip neitt eftir því, eða hvað í því hefir staðið. Hinsvegar átti Jón Árnason tal við mig um málið, eins og gefur að skilja, og man jeg nú ekki betur en að uppástungur hans í fyrstu væru nokkuð á reiki, sem ekki er undarleg, meðan málið var á umhugsunarstigi.