30.04.1926
Neðri deild: 66. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1469 í B-deild Alþingistíðinda. (1042)

99. mál, vörutollur

Hákon Kristófersson:

Jeg vildi aðeins lýsa yfir því, að jeg man ekki eftir þessum miklu fórnum vegna landbúnaðarins í sambandi við kjöttollssamninginn norska, sem hv. frsm. (BL) var að tala um. Jeg man eftir lítilsháttar ívilnunum fram yfir það, sem þá var, en ekki vil jeg láta því ómótmælt, að hjer hafi verið um miklar fórnir að ræða frá síldarútvegsins hálfu. Jeg vil síst spilla fyrir sjávarútveginum, en jeg vildi ekki leiða hjá mjer að mótmæla þessu. Engu að síður væri það ekki úr vegi, að hv. þm. (BL) vildi upplýsa, í hverju þessar miklu fórnir voru fólgnar.