10.03.1926
Neðri deild: 27. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1514 í B-deild Alþingistíðinda. (1069)

51. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Það er sama um þetta mál að segja og síðasta mál. Breyting sú, sem þetta frv. fer fram á, kemur af því, að tíminn til þess að semja alþingiskjörskrá hjer er of naumur eins og nú er, sem sje til 1. febr., og er því farið fram á, að hann sje framlengdur til 1. mars. Breytingarnar á 2. gr. frv. leiða af þessari breytingu í 1. gr. Þetta er mjög einfalt mál og óbrotið, og vænti jeg því, að hv. þingdeildarmenn sjái, að breyting þessi er sjálfsögð, og leyfi frv. þessu fram að ganga án frekari málalenginga.