10.04.1926
Neðri deild: 50. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 411 í B-deild Alþingistíðinda. (107)

1. mál, fjárlög 1927

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Mjer skildist á hv. 2. þm. N.-M. (ÁJ), að hann teldi hæfileika sína svo litla í þeim atvinnurekstri, hrossakaupum, sem jeg talaði um áðan, að ómögulega gæti það átt við að kalla sig stórkaupmann. Jeg verð þá líklega að taka það til greina og afturkalla það, sem jeg auðvitað hafði eftir öðrum. En þá sje jeg ekki, að hægt verði að komast hjá því, úr því hann frekar óskar þess, að hann verði nefndur smákaupmaður í þessari verslunargrein, hvort sem hann telur sig þá betur sæmdan en áður. Og sje honum það mjög mikið áhugamál, þá er jeg fús til þess að endurtaka þau ummæli utan þinghelginnar.