31.03.1926
Neðri deild: 45. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1516 í B-deild Alþingistíðinda. (1081)

51. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Eins og hv. þdm. mun reka minni til, er frv. þetta, sem upphaflega er borið fram af hv. þm. Reykv., aðallega breyting á kosningalögunum að því er snertir Reykjavík, og er sú breyting fólgin í eins mánaðar tilfærslu á þeim tíma, sem kjörskrár eiga að vera tilbúnar á, þannig að tíminn er lengdur um einn mánuð. Nú hefir hv. Ed. breytt frv. þannig, að hún hefir numið burt þessi ákvæði fyrir Reykjavík sjerstaklega og komið því þannig fyrir, að þau gilda yfir land alt. Nefndin hefir athugað þessar breytingar Ed., og álítur hún, að að sönnu hafi engin nauðsyn borið til þess að láta þetta gilda úti um land, en þó sje það ekki lakara. Fellst hún því á, að frv. verði samþykt eins og það nú liggur fyrir.