20.03.1926
Neðri deild: 36. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1533 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

67. mál, veðurstofa

Frsm. (Ólafur Thors):

Jeg gat þess við 1. umr. málsins, að sjútvn. mundi flytja brtt. við þetta frv. Og sömuleiðis hafði hæstv. atvrh. (MG) látið þess getið við nefndina, að von væri á aths. frá sjer við 2. málsgr. 4. gr. frv. Nefndin hefir nú flutt þá brtt., sem hún hafði boðað, og sömuleiðis brtt. við 2. málsgr. 4. gr., sem er fram komin að ósk landssímastjóra.

Færri brtt. á þskj. 173 er flutt samkvæmt ósk forstjóra veðurstofunnar og beinist að því, að þar sem það er tekið fram í sjálfu frv., að veðurstofan eigi að hafa umsjón með því, að sem glegstar veðurfregnir sjeu sendar til annara landa frá hæfilega mörgum íslenskum veðurstöðvum, þá vildi forstjórinn að lögin tækju ekkert fram um það, hvernig frjettir þessar ættu að vera, heldur mæltu þau aðeins svo fyrir, að veðurstofan skyldi hafa umsjón með þeim skeytum, er send væru.

Viðvíkjandi brtt. við 4. gr., þá skal jeg geta þess, að nefndinni hafði láðst að taka það fram, að hin umræddu skeyti yrðu að vera frá veðurstofunni sjálfri, ef þau ættu að hafa forgangsrjett til sendingar fyrir öðrum skeytum. Landssímastjórinn óskaði, að þetta yrði tekið fram, og jafnframt lítt, að slík skeyti hefðu því aðeins forgangsrjett, að það kæmi ekki í bága við alþjóðareglur um þessi efni. Sömuleiðis óskaði landssímastjóri eftir því, að það yrði ekki ákveðið í lögunum, að skeytin skyldi senda endurgjaldslaust, heldur yrði það eftir samkomulagi, þar sem hjer ættu í hlut tvær sjálfstæðar stofnanir. Þetta hefir nefndin tekið til greina og breytt, sbr. þskj. 173.

Samkvæmt bendingu frá hæstv. forseta (BSv) við 1. umr. málsins sneri nefndin sjer til fjvn. og spurði hana, hvort hún væri samþykk þessu frv. hvað snerti fjárhagshlið þess. Nefndin svaraði þessu um hæl, og skal jeg, með leyfi hæstv. forseta, lesa upp svar hennar.

„Út af erindi sjútvn. Nd., dags. 13. mars, var svo hljóðandi ályktun gerð: Fjárveitinganefnd tjáir sig sammála þeim fjárframlögum, sem nauðsynleg eru til þess, að veðurathugunarstofunni sje komið í gott horf, en telur rjett, að frestað sje byggingu vegna veðurstofunnar, ef annað yrði ódýrara.

Samþ. með 5 shlj. atkv.

Jeg vænti þess, að hæstv. forseti láti sjer þessi ummæli nægja, og vona, að nú sje ekkert til fyrirstöðu, að þetta mál geti fengið fljóta afgreiðslu í hv. deild.