08.04.1926
Efri deild: 45. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1558 í B-deild Alþingistíðinda. (1152)

71. mál, slökkvilið á Ísafirði

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg þarf ekki að fjölyrða um þetta litla frv. Það er komið hingað frá Nd. og hefir gengið breytingarlaust gegnum hana. Aðalbreytingin á eldri lögunum er sú, að með þessu frv. eru sett ákvæði um sektir fyrir brot á reglugerðinni. Allsherjarnefnd hefir athugað málið, og álítur hún breytinguna nauðsynlega. Leggur hún því til, að frv. verði samþykt. Ef það verður gert, eru lögin um slökkviliðið á Ísafirði komin í fult samræmi við samskonar lög, er nú gilda fyrir Akureyri.