05.03.1926
Neðri deild: 23. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1559 í B-deild Alþingistíðinda. (1157)

50. mál, almennur ellistyrkur

Magnús Jónsson:

Aðalflm. þessa frv., hv. 2. þm. Reykv. (JBald), er fjarverandi og vil jeg því láta frv. fylgja örfá orð frá sjálfum mjer.

Eins og hv. þdm. munu sjá, þá er frv. flutt eftir ósk bæjarstjórnar. Það hefir reynst ókleift að gera skýrslur um ellistyrktarsjóðinn og kjörskrá með þeim fresti, sem ákveðinn er í lögunum. Á sömu ástæðum er og bygt frv. það, er næst er hjer á eftir á dagskránni.

Jeg hefi ekki frekar við þetta að bæta, en geri það að till. minni, að málinu verði vísað til allshn. að þessari umr. lokinni.