02.03.1926
Neðri deild: 18. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1568 í B-deild Alþingistíðinda. (1191)

42. mál, innflutningsbann á dýrum o. fl

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg er þakklátur hv. nefnd fyrir það, að hún flutti þetta frv. eftir minni beiðni, og hefi engu við að bæta ræðu hv. frsm. (HStef) öðru en því, að mjer skilst með öllu óþarft, að málið fari í nefnd nú, þar sem það er nýkomið frá nefnd, og vænti jeg, að það gangi fram nefndarlaust.

Út af þeirri breytingu, sem nefndin hefir gert á 2. gr., að setja „skylt“ í staðinn fyrir „heimilt“, vildi jeg taka það fram, að jeg skil það þannig að atvinnumálaráðherra sje skylt að banna þetta með ráði dýralæknis, þ. e. a. s. þegar dýralæknir leggur til, að svo verði gert. Og þá mun aðferðin verða sú, að það verður lagt fyrir dýralækni að hafa gætur á þessum sjúkdómi erlendis og gera strax tillögur til atvinnumálaráðherrans, þegar honum þykir ástæða til. Vona jeg, að þessi skýring komi ekki í bága við það, sem nefndin hefir hugsað sjer.