04.03.1926
Neðri deild: 21. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1575 í B-deild Alþingistíðinda. (1200)

42. mál, innflutningsbann á dýrum o. fl

Atvinnumálaráðherra (MG):

Út af brtt. á þskj. 91 vil jeg benda á það, að þetta bann, sem talað er um í 2. gr. frv., á ekki að setjast nema með ráði dýralæknis. Það er því hann, sem ræður þar um, og svo framarlega sem hann álítur, að sýkingarhætta geti ekki stafað af innfluttum hálmi eða mjólk, þá er engin hætta á því, að hann leggi til, að innflutningnr á þeim vörum sje bannaður. Þess vegna má orðalag frv. haldast óbreytt, og jeg fæ ekki skilið, að hv. þm. N.-Ísf. þurfi að halda stíft fram brtt. sínum á þskj. 91.