20.03.1926
Efri deild: 33. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1582 í B-deild Alþingistíðinda. (1211)

42. mál, innflutningsbann á dýrum o. fl

Ingvar Pálmason:

Jeg get þegar lýst yfir því, að jeg tel brtt. hv. landbn. til bóta á frv., en þó tel jeg, að þær bæti ekki úr því, er jeg við 1. umr. taldi aðallega þurfa að breyta í frv.

Jeg hefi ekki getað sannfærst af rökum hv. frsm. (EP), að nauðsyn sje á því að banna innflutning fugla, og jeg tel varhugavert að leggja ströng höft á það að alidýrarækt í landinu geti orðið sem fjölbreyttust. Jeg hefi nú nýlega heyrt, að ungur og efnilegur bóndi hafi í hyggju að flytja hingað hreindýr. Veit jeg ekki, hvort hann hefir enn sótt um leyfi hæstv. stjórnar til þessa, en hitt er öllum vitanlegt, að fyrir rúmum 200 árum voru flutt hingað hreindýr, sem hafa þrifist vilt fram á þennan dag og mundu nú vera fleiri, ef rándýrsaðferð landsmanna hefði ekki hamlað því, að þeim fjölgaði. Þessi bóndi sem jeg mintist á, ætlar að flytja inn tamin hreindýr. Þetta er óþekt hjer á landi, en mjer finst það varhugagert, að við sitjum hjer með sveittan skallann við það að smíða slík bannlög sem þessi, þegar menn eru að reyna að brjótast í því að auka alidýrastofninn með innflutningi.

Jeg vildi hreyfa þessu máli hjer, ef hæstv. stjórn væri kunnugt um það, og eins þætti mjer gaman að vita, hvernig hún mundi taka í málið. En jeg segi fyrir mitt leyti, að ef það er meiningin nú með þessum lögum að leggja stein í götu þeirra, er vilja gera alidýrarækt í landinu fullkomnari, þá tel jeg það mjög illa farið.

Jeg mun þó, eins og nú standa sakir. greiða frv. atkv. til 3. umr. Jeg hafði hugsað mjer að koma fram með brtt. við það við þessa umr., en mjer vanst ekki tími til þess, vegna anna í nefnd og hjer á þinginu í gær. En jeg áskil mjer rjett til þess að koma með brtt. við 3. umr. Mjer finst það eigi að fara varlega í þessum sökum og að þetta ættu aðeins að vera heimildarlög. Mætti laga það á þann hátt, að fella niður 1. gr., en taka nokkur atriði upp úr henni í 2. gr., sem svo yrði 1. gr. Tel jeg alveg nægilegt, að gefin sje heimild til að hanna slíkan innflutning og hjer er gert ráð fyrir, ef og þegar ástæða þykir til.

Jeg skal svo ekki fjölyrða meira um málið að sinni. Mjer þykir leitt, að hæstv. atvrh. (MG) skuli ekki vera við, því að mig langar til að fá upplýsingar um það, sem jeg hefi drepið á, og hvernig hann mundi taka undir það, ef um slíka undanþágu væri sótt.