10.04.1926
Neðri deild: 50. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1665 í B-deild Alþingistíðinda. (1291)

93. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Tryggvi Þórhallsson:

Það var aðeins eitt orð til árjettingar við það, sem hæstv. fjrh. sagði, og ljet hann þó sumt ósagt, sem hann vel hefði mátt segja. Það, sem hann sagði, var spor í rjetta átt, en jeg álít, að sporið hefði vel mátt vera stærra. Jeg tel það mjög vafasamt, hvort rjett sje að fela skipulagsnefnd meira vald en nú hefir hún, og jeg skora því á háttv. deild að fella þessa viðleitni til að auka við þetta vald nefndarinnar. Hæstv. ráðherra (JÞ) hefir lýst þeirri skriffinsku, sem þetta fyrirkomulag hefir í för með sjer, og þeirri töf, sem það veldur, og fyrir því álít jeg rjett að fella frv.