10.04.1926
Neðri deild: 50. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í B-deild Alþingistíðinda. (133)

1. mál, fjárlög 1927

Ingólfur Bjarnarson:

Það er aðeins stutt svar við þessari margendurteknu spurningu hv. þm. Ak. (BL), hver eigi skólann og hver eigi að borga söfnunarsjóðslánið.

Að mínu viti er það ofureinfalt og ljóst, að hjeraðsbúar, sem komið hafa skólanum á fót og stýra málum hans, munu standa straum af þessu láni og endurborga það. Verður það hlutverk skólastjórnarinnar að sjálfsögðu að ráða fram úr því, hvernig þessu verður fyrir komið. En jeg tel víst, að ef svo heldur fram sem horfir nú um aðsókn að skólanum, þá verði þessi lángreiðsla tiltölulega ljettbær. Ætlunin er vitanlega sú, að rekstur skólans allur, og þar með skuldaafborganir. greiðist af árlegum tekjum, er hann fær — auk skólagjalda — frá ríkinu, sýslusjóði og væntanlega fleiri unnendum skólans. En hitt víst, að hjeraðsbúar og sýslunefnd í sameiningu munu telja sjer fullkomlega skylt að sjá um, að allar skuldbindingar skólans sjeu að fullu haldnar.