29.03.1926
Efri deild: 40. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1683 í B-deild Alþingistíðinda. (1349)

80. mál, veiting Sveinbirni Högnasyni embætti á Íslandi

Forsætisráðherra (JM):

Það mætti auðvitað spyrja háskólann frekar en gert var. En samanburður hv. 1. landsk. á guðfræðingum og lögfræðingum er ekki heppilegur, því að guðfræðin er sameiginleg fyrir alla, sem hafa sömu trúarskoðanir, en lögfræðin er að miklu sjerstök vísinda- og fræðigrein fyrir hvert land.