21.04.1926
Efri deild: 56. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1686 í B-deild Alþingistíðinda. (1356)

80. mál, veiting Sveinbirni Högnasyni embætti á Íslandi

Ingibjörg H. Bjarnason:

Jeg skal aðeins geta þess, að nefndinni fanst rjett að leita álits háskólaráðsins um þetta mál. Háskólaráðið svaraði með brjefi dags. 16. apríl 1926, og ætla jeg að lesa það, með leyfi hæstv. forseta:

„Á fundi í dag hefir háskólaráðið samþykt að leggja það til, að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 36, 11. júlí 1911 verði breytt þannig:

1. 1. gr. orðist þannig:

Ríkisstjórninni skal heimilt að veita guðfræðiskandídat Sveinbirni Högnasyni embætti á Íslandi.

2. Fyrirsögnin orðist svo:

Frumvarp til laga um heimild handa ríkisstjórninni til að veita guðfræðiskandídat Sveinbirni Högnasyni embætti á Íslandi.“

Að því er snertir gagnkvæman rjett í þessu efni get jeg upplýst, að hann er enn ekki kominn á. Nefndin hefir farið fram á, að ísl. hluti lögjafnaðarnefndarinnar útvegaði sama rjett á móti, ef ekki yrði farin þessi leið. Jeg lít svo á, að ekki megi rýra þau forrjettindi, sem kandidatar frá háskólanum hjer njóta samkv. lögunum frá 1911.

Nefndin sættir sig vel við að fara eftir till. háskólaráðsins í þessu efni.