21.04.1926
Efri deild: 56. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1687 í B-deild Alþingistíðinda. (1358)

80. mál, veiting Sveinbirni Högnasyni embætti á Íslandi

Eggert Pálsson:

Jeg get vel sætt mig við þá niðurstöðu, sem hjer er gert ráð fyrir, eins og sakir standa. Þessi afgreiðsla bætir úr í bráðina. En jeg vildi þrátt fyrir þetta, að tekið væri til íhugunar, hvort ekki væri rjett að koma á gagnkvæmum rjettindum í þessu efni. Mjer þætti rjett, að lögjafnaðarnefndin athugaði það spursmál. Það gæti verið gott að fá hingað nýja menn. Nýjum mönnum fylgja nýir straumar. Ekkert væri heldur á móti því, að nokkrir menn hjeðan fengin embætti erlendis.

Þó jeg sje ekki óánægður með þessa afgreiðslu, finst mjer dálítið óviðfeldið, að lög þurfi að gefa um þetta efni í hvert skifti, og væri æskilegra, að sett væru um þetta ein lög.