08.04.1926
Efri deild: 45. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1694 í B-deild Alþingistíðinda. (1371)

46. mál, skattur af lóðum og húsum í Siglufjarðarkaupstað

Einar Árnason:

Jeg vildi aðeins geta þess, að það stendur svo á með ýmsar lóðir, sem liggja að sjó, að á mörgum þeirra eru lítil eða engin hús, aðallega bryggjur og „platningar“; en hinsvegar eru lóðirnar mjög dýrmætar þeim, sem hafa. Þessu vildi jeg skjóta fram til skýringar. En með þessari breytingu verður það vitanlega minna, sem bæjarsjóður fær.