26.03.1926
Neðri deild: 41. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1701 í B-deild Alþingistíðinda. (1389)

78. mál, notkun bifreiða

Frsm. (Jón Kjartansson):

Eins og hv. flm. brtt. tók fram, er hjer um mikilsvert nýmæli að ræða, og þar sem samgmn. hefir enn ekki getað tekið ákvörðun í málinu, vil jeg biðja hv. flm. (ÁJ) um að taka tillöguna aftur til 3. umr. En samgmn. hefir rætt tillöguna, og býst jeg við, að hún verði henni hlynt, en hana vantar enn ýmsar upplýsingar viðvíkjandi iðgjöldunum o. fl. Jeg geri ráð fyrir, að þau yrðu hærri hjer en í nágrannalöndunum, því að jeg býst ekki við, að það fengjust nema erlend tryggingarfjelög til þess að taka þetta að sjer. Þau mundu álíta hjer illa vegi og slys því tíð. Vona jeg, að hv. flm. taki aftur tillöguna og frv. nái fram að ganga.